29.3.2007 | 14:12
Vilja Hafnfirðingar vera handbendi auðhringa!
Innan ekki svo langs tíma mun lögheimili mitt verða í Hafnarfirði. Þar sem ég hef ekki enn flutt það þangað má ég ekki kjósa um stækkun álversins. Ég hef samt líkt og flestir aðrir landsmenn skoðun á þessari fyrirhuguðu stækkun. Ég tel að íbúar Hafnarfjarðar eigi að hafna henni, þó svo að þeir eigi í raun og veru ekkert með það að gera að ákveða hvort af stækkuninni verður eða ekki. Þ.e. einhliða. Aðrir Íslendingar ættu að hafa jafn mikið um það að segja og þeir. Íbúar við Þjórsá hljóta að ráða einhverju, og hvernig við eigum að ráðstafa þeirri raforku sem fer í að kynda undir ofnunum er ekki einkamál 20.000 manna sveitahrepps sunnan Reykjavíkur.
En nóg um það. Það er hins vegar umhugsunarefni að erlendur auðhringur geti blandað sér í innanríkismál okkar Íslendinga með þeim hætti sem raun ber vitni. Miðað við þær fjárhæðir sem runnið hafa í þessa kosningabaráttu af hálfu hins erlenda auðhrings, er sú ákvörðun ekki tekin af stjórnendum álversins í Straumsvík. Sjálfsagt er almannatengsladeildin í höfuðstöðvunum einnig með í ráðum þegar kemur að markaðssetningu kosningabaráttunnar og hvernig kaupa eigi atkvæði innfæddra.
Viljum við að erlendir aðilar sem hugsa um einvörðungu um að sjúga sem mest út úr íslensku efnahagslífi og auðlindum ráði framtíð okkar?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta skrifar atvinnurekandi í Rússlandi!
Snorri Bergz, 29.3.2007 kl. 14:33
Einmitt Snorri !
Það er sitthvað íslensk útrás eða erlend innrás - ekki satt Steingrímur ?
Bk.
Hrannar Björn Arnarsson, 30.3.2007 kl. 15:20
Sælir félagar Snorri og Hrannar. Ég tel að þar sem ég byrjaði á að hækka laun verkafólks í fyrirtækinu mínu í Rússlandi þannig að þau eru 30% hærri en gerist hjá þeim fyrirtækjum sem ég er í samkeppni við um vinnuafl, hef gert aðstöðu þessa fólks bæði hvað varðar aðbúnað og öryggismál eins og þekkist hérna hjá okkur að ég hafi nokkur efni á að belgja mig. Að auki vinnur verksmiðjan úr dekkjum sem flokkuð eru með hættulegum úrgangi fyrir umhverfi okkar svo að ég held að fullyrða megi að ég legg nokkuð á vogarskálar bætts umhverfis og minni mengunar ólíkt álversstækkunarhugmyndunum.
Einnig er nokkur munur á eignarhaldi fyrirtækisins míns og þess er um ræðir í Straumsvík. Þ.e. að um er að ræða rússneska meðeigendur. Fyrirtæki mitt þarna úti fær í sinn hlut stóran hluta ágóðans og meðeigendur mínir þar með. Að auki er ekki alveg hægt að jafna saman umsvifum mínum í Rússlandi og umsvifum álversins í Straumsvík hvað varðar stærð og veltu og hvað þá aðferðum við að koma hagsmunum fyrirtækisins á framfæri.
Þess má að auki geta, svona fyrir þá sem aðhyllast ómengaða gróðahyggju, að fyrirtæki mitt myndi aldrei ráða til sín börn til að vinna í verksmiðjunni sem þrælar og eins og fyrr kom fram án nauðsynlegra öryggisráðstafana hvað varðar heilsusamlegt vinnuumhverfi. Þótt svo að færa mætti fyrir því rök (sem ég hef nú reyndar ekki í handraðanum) að börnin og fjölskyldur þeirra yrðu mér ævinlega þakklát, þrátt fyrir að á sama tíma væri vinnuaflið að deyja úr mengun, slysum og næði rétt að draga fram lífið á sultarlaunum. Miðað við aðdáun Hrannars á slíku fyrirkomulagi í Kína og á Indlandi, er um töluverðan mun að ræða á því hvernig ég haga minni útrás og þeirri útrás sem þekkist hjá nokkrum íslenskum fyrirtækjum, og Hrannar að því að ég fæ best séð er mjög hallur undir. En þetta er að stórum hluta spurning um þá hugmyndafræði sem fók aðhyllist.
Steingrímur Ólafsson, 1.4.2007 kl. 11:53
Ég var nú bara að gantast í þér kallinn. Ég veit að þú stendur þig vel. En hvað segir pabbi gamli um, að þú sért orðinn "kapítalisti" og það í gamla Sovét?
Kv
SGB
Snorri Bergz, 1.4.2007 kl. 14:41
Sæll aftur og til hamingju með sigurinn yfir "erlenda auðvaldinu " í Hafnarfirði !
Ég má síðan til með að undirstrika að mér finnst athafnasemi þín í Rússlandi algerlega til fyrirmyndar. Mér finnst hún reyndar frábært dæmi um hvernig alþjóðavæðingin, sem ég dái svo mjög, virkar í sinni bestu mynd. Þekkingin, kröfurnar, tæknin, aðbúnaðurinn og launin hækka jafnt og þétt svo lengi sem fyrirtækin sem skjóta rótum skila arði og fólkið sem þar vinnur bætir kjör sín. Þeir sem eiga ekkert eiga líf sitt undir því að hjól aftvinnulífs byrji að snúast í þeirra umhverfi - jafnvel þó frumstæð séu.
Kraftmikilir frumkvöðlar og útrásarmenn eins og þú, eru því guðs gjöf eða öllu heldur alþjóðavæðingarinnar...
Bk.
hrannar Björn (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 16:10
Sæll aftur og til hamingju með sigurinn yfir "erlenda auðvaldinu " í Hafnarfirði !
Ég má síðan til með að undirstrika að mér finnst athafnasemi þín í Rússlandi algerlega til fyrirmyndar. Mér finnst hún reyndar frábært dæmi um hvernig alþjóðavæðingin, sem ég dái svo mjög, virkar í sinni bestu mynd. Þekkingin, kröfurnar, tæknin, aðbúnaðurinn og launin hækka jafnt og þétt svo lengi sem fyrirtækin sem skjóta rótum skila arði og fólkið sem þar vinnur bætir kjör sín. Þeir sem eiga ekkert eiga líf sitt undir því að hjól aftvinnulífs byrji að snúast í þeirra umhverfi - jafnvel þó frumstæð séu.
Kraftmikilir frumkvöðlar og útrásarmenn eins og þú, eru því guðs gjöf eða öllu heldur alþjóðavæðingarinnar...
Bk.
Hrannar Björn Arnarsson, 1.4.2007 kl. 16:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.