Skoðanaleysi hafnfirksu Samfylkingarinnar

Í Fréttablaðinu í dag er grein frá oddvita Samfylkingarinnar í SV-kjördæmi, sem jafnframt er forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði. Þegar ég hóf lestur greinarinnar hélt ég í einfeldni minni að nú ætlaði kjörinn fulltrúi bæjarbúa loksins að fara að hafa skoðun og koma henni meira að segja á framfæri á fyrirhugaðri kosningu. En nei, ónei, ekki gat það nú verið svo gott. Áfram er staglast á því að bæjarbúar eigi að mynda sér skoðun sjálfir án hans hjálpar.

Ég held að bæjarbúar geti það alveg og hafi gert án hans hjálpar. En óskaplega væri nú fróðlegt að fá fram frá bæjarfulltrúum Samfylkingarinnar í Hafnarfirði hverrar skoðunar þeir eru. Þeir eru m.a. kjörnir til að hafa skoðun. En er þetta ekki líka spurningin um að sýna ögn af dug og þori?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Örn Jónsson

Ég held að hugmyndin sem slík sé ekki fráleit varðandi kosningarnar í Hafnarfirði, þ.e. að íbúalýðræði nái fram að ganga. En eins og þú hefur áður bent réttilega á þá er þetta mál fjarri því að vera einkamál Hafnfirðinga, auk þess sem leikurinn er ójafn.

Þetta afstöðuleysi sýnir aftur á móti ákveðna hræðslu við flokkinn, en það er ekki nokkur hætta á að við fáum að heyra viðhorf Samfylkingarmanna í þessu máli. Þó mér finnist reyndar skína í gegn hjá bæjarfulltrúum þaðan að þeir séu fylgjandi stækkun.

Guðmundur Örn Jónsson, 29.3.2007 kl. 16:17

2 Smámynd: Sigurður Á. Friðþjófsson

Ég styð þá afstöðu meirihlutans í Hafnarfirði að gefa ekki upp afstöðu sína. Hann ákvað að vísa ákvarðanatökunni til bæjarbúa og það er þeirra að gera upp hug sinn án afstöðu bæjarfulltrúa. Hins vegar hefur umræðan þróast á afar ólýðæðislegan veg þar sem Alcan hefur dælt ótakmörkuð fjármagni í áróður fyrir stækkun þannig að þessi raunverulega fyrsta tilraun með íbúalýðræði hér á landi er að snúast upp í andhverfu sína.

Sigurður Á. Friðþjófsson, 29.3.2007 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband