23.3.2007 | 10:15
Þegar einn græðir þá tapar annar.
Hef heyrt og lesið að til eru þeir sem dást af velgengni forstjóra og bankastjóra íslensku bankana sem gengur víst allt í haginn líka. Ótrúlegar tölur um hagnað og (verð)-laun. Reyndar eru þessar hagnaðartölur með ólíkindum, þar sem ekki liggur neitt að baki nema verslun með bréf og álagning vaxta á peninga sem lántakandi sér í flestum tilfellum ekki einu sinni. Það er nú staðreynd að ef einn græðir óhóflega, þá tapar annar jafn miklu ef engin bein verðmætasköpun er að baki eins og í þessum tilfellum.
Umhugsunarvert að nú eru a.m.k. tveir íslenskir bankar orðaðir við að hjálpa til við kaup á norsku olíuleitarfyrirtæki með starfsemi í Írak. Vonandi verður hagnaður þeirra sem mestur, enda geta þeir nú staðið í fjármálaævintýrum sem eru m.a. kostuð af lífum 750.000 manna sem látist hafa í Írak síðan Íslendingar byrjuðu hernað þar ásamt fleirum. Sjálfsagt verður heilmikill olígróði eftir hjá almenningi í Írak, enda eru íslensku bankarnir þekktir fyrir að okra ekki á almenningi t.d. á Íslandi.
Væri fróðlegt að vita hvort hagnaður bankana, bankastjórnendana og náttúrulega hluthafana af þessari fjármögnun verður í sama hlutfalli og tala látinna og örkumla Íraka sem hluta af heildar fólksfjölda þess lands.
En skiptir kannski ekki máli, því að sama er hvaðan gott kemur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.