10.10.2007 | 21:59
Refurinn
Er að lesa ásamt dóttur minni sex ára, bók sem heitir Refurinn og fjallar um Pétur útlaga eftir A.M. Marksman. Um er að ræða eins konar sænskan Hróa hött. Man að ég las þessa ágætu bók sem polli, og þótti hún stórskemmtileg. Við feðginin vorum að ljúka við þriðja kafla, en í niðurlagi hans stendur um stóreigna- og fjáraflamenn þess tíma er sagan á að gerast:
,,Já. Þannig var það. Ef þeir gátu ekki rænt bændurna, þá rændu þeir hver annan. Því að þeir urðu að ræna. Það var þeirra líf.´´
Minnir mann óneitanlega á hvernig verið er að reyna að sölsa undir sig OR frá borgarbúum. Ef það tekst ekki í þessari tilraun verður reynt aftur, og í millitíðinni munu aðilar helga sig því að auka hagnað sinn á kostnað hvers annars.
Annars eru smiðirnir byrjaðir að setja upp þakið á draumahöll okkar hjónanna sem er að rísa í Hafnarfirði. Bíð óþreyjufullur eftir að geta flutt lögheimili mitt til Hafnarfjarðar, þar sem mér virðist að stjórnendur þess bæjarfélags séu þeir einu á höfuðborgarsvæðinu sem ætla að standa í lappirnar gegn ásælni einkaaðila í sameiginlegar auðlindir okkar. Gallsúrt að þurfa að játa slíkt þegar um krata er að ræða, en svona getur lífið stundum verið manni andsnúið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.