21.3.2007 | 15:10
Gullkálfurinn handan Gullinbrúar
Í nafni Guđs föđur, sonar og heilags anda. Ţeir í Grafarvoginum geta skellt VÍS einhvers stađar inn í ţuluna sem mig minnir ađ sé ávalt viđhöfđ viđ kirkjulegar athafnir. Ţegar kirkjan er farin ađ taka ţátt í styrkjakerfi stórra fyrirtćkja held ég ađ sé fokiđ í flest skjól.
KR er á spena hjá Landsbankanum (ţótt árangurinn sé engu betri en áđur ţrátt fyrir ţađ). OR fýrar upp bombum á menningarnótt. Listasöfn farin ađ reka sig á styrkjum frá fjársterkum ađilum. En kirkjan. Ţarna er veriđ ađ dansa í kringum gullkálfinn. Var ekki öllu sökkt á bólakaf í framhaldi af ţví í Sódómu og Gómorru?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:12 | Facebook
Athugasemdir
Nú ert ţú eitthvađ ađ rugla saman í biblíufrćđunum. Sagan af gullkálfinum tengist eyđingu Sódómu og Gómorru ekkert. Móses braut bođorđatöflurnar í framhaldi af dansinum í kringum gullkálfinn. Eyđing Sódómu og Gómorru tengdist drambi borgarbúa og óvildar í garđ útlendinga.
Smá biblíufrćđsla "on the house"
Guđmundur Örn Jónsson, 21.3.2007 kl. 23:38
Ţakka ţér Guđmundur fyrir ađ leiđrétta mig vegna ţessara meinlegu rangfćrslu. Eru komin tćplega 30 ár síđan ég las biblíusögurnar síđast. Veitir greinilega ekki af smá upprifjun.
Steingrímur Ólafsson, 22.3.2007 kl. 07:32
En varla telst þetta smekklegt.
Hrafnhildur (IP-tala skráđ) 23.3.2007 kl. 08:25
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.