17.10.2008 | 20:18
Sökudólgarnir fundnir.
Vaknaði (sofnaði s.s. yfir Kastljósinu) rétt í þessu við hina dísætu og seyðandi rödd Þórhildar Þorleifsdóttur þar sem hún var búin að finna sökudólga fyrir ástandinu í heiminum og þar með hér. Karlmenn og ekkert röfl með það.
Er vægast sagt orðinn hálf þreyttur á því að allar Þórhildar og Ólöfur þessa heims kenni mér um það sem aflaga fer í hinum hverfula heimi. Þó svo ég sé af sama kyni og óreiðumennirnir hans Davíðs, þá ber ég enga ábyrgð á þeirra gjörðum.
Langar að minna á að þeir eru jú flestir fæddir af konum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.