Hvað er með þessa sparifjáreigendur

Fór að sofa þess fullviss í gær að hlutirnir væru ekki svo slæmir. Geir, forsætisráðherra vor og ljós lífs míns, færði mig inn í draumalandið með þeim huggunarorðum að ekki þyrfti neinn aðgerðapakka og að sparifjáreigendur þyrftu allra síst að hafa áhyggjur.

Í morgun þegar ég vaknaði var ástandið orðið mjög alvarlegt að sögn Geirs. Vona nú samt innilega að sparifjáreigendur fái sitt, enda væri nú fokið í flest skjól ef svo væri ekki.

Hvorki ég eða þeir sem ég hef talað við þekkja ekki svo svo vitað er neinn sparifjáreiganda. Af hvaða þjóðarbroti er þessi sparifjáreigandi eiginlega?

Spyr sá sem ekki veit.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband