Einmana og hrjáður

Þegar ég var á bensínstöðinni áðan að lepja kaffi fyrir svefninn greip ég eintak af Séð og Heyrt og gluggaði í því. Þar þótti mér bera hæst að Hannes Smárason sem eitt sinn var eitt aðal viðskiptajöfraundrið á Íslandi, væri að vinna í því að jafna sig og safna kröftum eftir að hafa tapað fleiri milljörðum og eiga jafnframt þátt í einu stærsta rekstrartapi Íslandssögunnar.

Hann hýrist í lítilli sætri 120 m2 íbúð með henni Unni sinni og barnfóstrunni í einu dýrasta og eftirsóttasta hverfi Lundúna á meðan hann safnar kröftum fyrir næsta ævintýri. Greyið er reyndar hálf einmana og vinalaus eftir að auðurinn hvarf. Á enn hana Gunnþóru barnfóstru þó að.

Er hægt að bjóða venjulegu fólki upp á svona fréttir án þess að verða alveg vitlaust úr illsku?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband