20.3.2007 | 21:09
Hófsemdarfólk
Hef að undanförnu verið að lesa nokkur blogg þar sem fram kemur alltaf einhvers staðar í textanum að viðkomandi sé hófsemdin uppmáluð. Yfirleitt er það ýmist inngangur eða eftirmáli að frekar harðneskjulegum skoðunum á vinstri grænum.
Átta mig ekki á slíkum árásum hófsemdarfólksins þar sem við í VG erum einmitt þekkt fyrir að mega ekkert aumt sjá án þess að vilja stumra yfir því.
Það hefur ekki þótt ljóður á ráði fólks fram til þessa.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.