20.3.2007 | 11:39
Fjármál Framsóknar?
Sá á blogginu að Björn Ingi var að kveinka sér undan því að fjármál stjórnmálaflokkana eigi að vera gegnsærri en nú er. Telur hann það hina mestu ósanngirni að Framtíðarlandið skuli geta auglýst málstað sinn með jafn dýrum hætti og sjónvarpsauglýsingar eru, að auglýsingar Framtíðarlandsins séu til þess gerðar að senda rammpólitísk skilaboð og beina umræðunni í ákveðna átt og það sem honum þykir nú verst af öllu að Framtíðarlandið þurfi ekki að gera grein fyrir hvaðan fjárframlögin koma.
Einnig svíður honum að þar sem Framsóknarflokkurinn er pólitísk samtök sé hann eins og Björn Ingi orðar það: ,,múlbundnir í kerfi og geta sig hvergi hrært.´´
Nú veit ég ekki hvort Framtíðarlandið muni gefa upp hvaðan fjárframlög til baráttu þeirra koma. Á hinn bóginn er þetta nokkuð merkilegt framlag frá Birni Inga, þar sem framsóknarmnönnum hefur hingað til þótt þessi skipan mála hin eðlilegasta.
Um leið og ég óska Birni Inga og öðrum framsóknarmönnum til hamingju með að vera kominn í hóp þeirra stjórnmálaafla sem munu gera fulla grein fyrir fjárreiðum síns flokks í komandi kosningabaráttu, væri ekki úr vegi að hann upplýsti almenning um það hvaðan fjárframlög komu og hversu há einstök framlög voru fyrir kosningabaráttu vegna síðustu borgarstjórnarkosninga.
Ekki myndi almenning heldur saka stórlega að fá sömu vitneskju vegna síðustu alþingiskosninga.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Framsóknarflokkurinn hefur þrifist á því að eyða framlögum í dýrar auglýsingar þar sem skálduðum loforðum er logið upp í opið geðið á stefnulausum kjósendum.
Stefán
Stefán (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 11:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.