16.3.2007 | 20:19
Olíufurstunum sleppt
Það var skrautlegt að horfa á fréttir frá Hæstarétti í sjónvarpsfréttum RÚV fyrr í kvöld. Verjendur sakborninga bæði í Baugsmálinu og tala nú ekki um í máli forstjóra olíufélagana greiddu sækjendum þung högg. Ekki virðist lengur um að ræða hvað er rétt eða rangt, heldur hvernig hægt er að þæfa, þvæla og túlka sannleikann á sem afbakaðastann hátt.
Miðað við stöðu þjóðkirkjunnar á Íslandi má reikna með að olíufurstarnir sem voru sýknaðir af þjófnaði fyrr í dag séu allir skírðir og fermdir í bak og fyrir. Það væri kannski við hæfi að taka aðra slíka umferð á þeim svo þeir geti rifjað upp blessað boðorðið um að maður skuli ekki stela.
Og farið eftir því.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvernig kemur staða þjóðkirkjunnar inní umræðuna um Baug og olíufursta?
Guðmundur Örn Jónsson, 16.3.2007 kl. 22:32
Væntanlega hafa þeir verið fermdir þá eins og við flest og lesið boðorðin. Staða þjóðkirkjunnar á markaði ... ítök. Þetta gæti orðið Steingrími efni í annan pistil.
Berglind Steinsdóttir, 17.3.2007 kl. 09:11
Vegna athugasemdar Guðmundar við að blanda saman umræðunni um olíufurstana og stöðu þjóðkirkjunnar, eða öllu heldur hvernig þetta tvennt blandast saman, þá var ég einungis að vísa til hræsni okkar mannanna. Það vantar ekki að í hinni heilögu ritningu koma fram mörg varúðarorð og ábendingar um hvernig maðurinn skuli haga gjörðum sínum. Í tilfelli þeirra manna sem hér um ræðir, þá hefur ábyggilega ekki skort á trúarlegar játningar fyrir augum almættisins, en efndirnar orðið litlar. Því þótti mér rétt að benda á að renna þeim í gegnum aðra umferð fermingarheitanna. Veitir greinilega ekki af.
Steingrímur Ólafsson, 18.3.2007 kl. 17:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.