Vinstrimartröð íhaldsins

Nú beina flestir sjálfstæðismenn sjónum að þeim s.k. vinstristjórnum sem hafa setið á síðustu öld og kenna þeim um verðbólgu, hátt skatthlutfall og annað sem aflaga fór í efnahagsmálum á síðustu öld, og benda gjarnan á ríkisstjórnarsetu Steingríms J, Svavars Gests og forseta vors sem hættulegt fordæmi. Vilja meina að ef VG verði í næstu ríkisstjórn fari allt á heljarþröm.

Ef allrar sanngirni er gætt þá var það nú einmitt sú stjórn sem lagði grunninn að lækkun verðbólgu, lægði öldurnar á vinnumarkaðinum, tökum var náð á fjárlagahallanum o.fl. sem þykir góð latína. Síðasta vinstristjórn fékk áframhaldandi umboð kjósenda, en af einhverjum ástæðum gekk Jón Baldvin í eina sæng með íhaldinu og gekk þar þvert gegn vilja kjósenda.

Svo er það önnur saga að núna er verðbólgan komin á skrið, vaxtastig með eindæmum hátt, utanríkisverslunin óhagstæð, lífskjör margra hópa í samfélaginu hafa versnað til muna, eignum þjóðarinnar komið í hendur fárra, ekki hefur ,,skattpíning´´ almennings lagast og svo mætti lengi telja af afrekaskrá ríkisstjórna undir forsæti Sjálfstæðisflokksins.

Auðvitað er aðalmartröð Sjálfstæðisflokksins og meðreiðarsveina hans að missa frá sér öll völd og áhrif frekar en að bæta hagsæld allra landsmanna. Þröngir hagsmunir fjármagnsins ráða þar ferð og ekkert annað.

Ég held að hlutirnir geti nú ekki annað en skánað ef skipt verður um stjórn og VG eigi þar hlut að máli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mæl þú heill!  Þakka pistilinn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.3.2007 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband