15.3.2007 | 09:27
Blogg = klám
Það barst í tal við eldri frænku mína í gær að ég væri byrjaður að blogga á netinu. Í stað þeirra jákvæðu viðbragða sem ég hélt að það myndi valda varð reyndin önnur. Henni blöskraði þetta siðleysi mitt og þótti illa fyrir mér komið. Svo væri þetta líka hlutur sem menn ættu a.m.k. að sjá sóma sinn í að vera ekki að básúna út um allar koppagrundir.
Það tók nokkra stund að leiðrétta misskilninginn sem fólst í því að margir þeirra sem ekki nota netið halda að þar sé ekkert aðhafst nema það tengist klámi.
Ég segi nú bara eins og frænka: ,,Jesús minn, hjálpi mér allir heilagir.''
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já, þú ert kominn í vafasaman hóp! En við sem þegar erum sokkin í þetta fen erum bara ánægð að fá þig með okkur Hlakka til að lesa Síberíupistla og annað fróðlegt frá þér.
Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 21:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.