13.3.2007 | 15:11
Bloggvinir
Hef veriš hér inni į blogginu ķ fimm daga. Jįta žaš fśslega aš žetta samfélag er hiš merkilegasta. Félagi minn einn sem er hér inni tjįši mér aš žetta gęti oršiš įvanabindandi, - er ekki frį žvķ aš žaš sé rétt. Hann sagši mér einnig aš mašur yrši aš koma sér upp bloggvinum, svo žaš sem į hugann sękti vęri lesiš. Ekki skal ég fullyrša aš žaš sé nęgjanlegt, a.m.k. tel ég aš eitthvaš vit verši aš vera ķ žvķ sem er skrifaš til aš svo sé.
Félagi minn sagši mér einnig aš mismunandi vęri hverju fólk sęktist eftir žegar bloggvinir vęru valdir, öšrum vęri hreinlega sama į mešan einhver vildi vera bloggvinur žeirra.
Ég įkvaš aš ég ętlaši aš reyna aš safna aš mér bloggvinum meš mismunandi skošanir į hlutunum. Byrjaši į aš gera śt į einn hęgri krata, lagši net fyrir gegnheilann framsóknarmann af gamla skólanum, umhverfisverndarsinni hefur įnetjast, nokkrir śr VG lķka, einn frjįlslyndur hefur bitiš į agniš og nś er ég aš reyna aš finna femķnistalóšningar. Held aš ég hafi einnig nįš aš landa einum ķhaldsmanni. Sem mešafla hef ég einnig nįš óflokksbundnum.
Ég hefši gaman af aš sjį žetta fólk samankomiš ķ eigin persónu og rökręša. Er ansi hręddur um aš žį fęri allt ķ hįaloft. Kannski eins gott aš žessi mišill sé til žannig aš fólk geti safnast saman įn žess aš vera ķ raun ķ neinni nįlęgš.
Flokkur: Stjórnmįl og samfélag | Facebook
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.