Álverskosningar

Verð að segja að ég er maukfúll yfir því að fá ekki að kjósa um álverið í Straumsvík. Var svo heppinn að fá ásamt spúsu minni lóð í Hafnarfirði til að byggja draumahöllina á. Á væntanlega eftir að hokra þar til eilífðarnóns, og fyndist því eðlilegt að fá að kjósa um hvort álverið ætti að stækka eða EKKI. En vegna lögheimilisleysis míns í Hafnarfirði enn sem komið er, er tómt mál að tala um slíkt þó ég hafi ríkra hagsmuna að gæta.

Ef út í það er farið þá eiga fleiri en Hafnfirðingar hagsmuni í því að kjósa um stækkun álversins. Ef af þessu verður, þá er verið að leggja í pant bæði land og orku sem annars gæti nýst til öllu þarfari verkefna.

Hljómar skringilega að byggja fleiri iðjuver sem þessi, þegar mannkynið er að drekkja sjálfu sér í eigin skít.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Og ég sem er í beinni þynningarlínu myndi líka vilja fá að kjósa! Svo liggur leið mín nokkuð reglulega eftir Reykjanesbrautinni þannig að sem slík vildi ég líka fá að kjósa í (m)álinu. Alveg eins hefðu Hafnfirðingar og Raufarhefningar átt að fá að greiða atkvæði um Vatnsmýrarflugvöllinn. Þetta er ekki einkamál þeirra sem nú hokra eða munu síðar hokra á Stór-Straumsvíkursvæðinu.

Berglind Steinsdóttir, 13.3.2007 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband