Bush óvelkominn

Athyglisvert að fylgjast með 5 landa túr Mr. Bush í S-Ameríku. Allstaðar mótmæli og notar lögregla og öryggissveitir táragas og háþrýstivatnsbunur til að dreifa mótmælendum. Maðurinn er svo skíthræddur við múginn að hann þorir sumstaðar ekki að gista þrátt fyrir mikinn öryggisbúnað. Skilaboðin um að maðurinn ætti að halda sig heima hjá sér verða varla skýrari.

Á sama tíma er Chaves forseti Venesúela að vísitera önnur S-Ameríkulönd. Virðist vera hjartanlega velkominn hvar sem hann fer um. Gæti verið vegna annarra áherslna til stuðnings almannahag og skiptingu lífsgæða en hjá kollega hans í USA.

Ekki virðist hverafýlunni fyrir að fara af Chaves, ólíkt Bush.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband