Hræsni í nafni frelsisins

Las það í Fréttablaðinu í morgun að stafrænt ofbeldi verði æ algengara. Þegar ég gluggaði betur í fréttina þá kom í ljós að fyrrverandi eiginmenn og kærastar margra kvenna eru farnir að koma fyrir staðsetningarbúnaði í fórum sinna fyrrverandi, njósnaforritum í tölvum þeirra, sendandi þeim hótanir í gegnum tölvupósta o.s.frv. Þetta lýsir nú frekar sjúku innræti svo ekki sé fastar kveðið að orði.

Einnig kom fram að danska löggan (þetta er jú í Danaveldi) og kvennaathvörf þar í landi væru komin í samstarf til að gera mönnum þetta athæfi erfiðara (og þykir ekki tiltökumál eða hvað). Vonandi er ekki um stóran hóp kynbræðra minna að ræða, en þó virðist hann vera nægjanlega stór til að gripið sé til ráðstafana af þessu tagi.

Þetta vekur mann einnig til umhugsunar um þá hér heima sem hafa tekið vægast sagt óstinnt upp þá hugmynd nafna míns Sigfússonar um að koma verði á fót netlöggu hér. Netlöggu sem einmitt á að koma í veg fyrir að athæfi sem þetta geti átt sér stað, netlöggu sem á að koma í veg fyrir eins og kostur er að barnaklámi sé dreift um netið, netlöggu sem ætti að geta rakið hótanir í garð annarra svo fátt eitt sé nefnt.

Fróðlegt væri að vita hvort þeir sem hafa rekið upp hvað hæstu pólitísku harmakveinin yfir netlögguhugmyndum nafna míns, hafi einhver önnur ráð en að hafa eftirlit með þessum hluta netheima. Eða er þeim alveg sama þó að þessi óhugnaður viðgangist svo fremi að ,,frelsið´´ sé ekki skert. Kannski er málflutningur þeirra frekar sprottin af löngun til að koma pólitískum höggum á VG en umhyggju fyrir hinu s.k. frelsi, því væntanlega eru þeir hinir sömu á móti svona misnotkun á netinu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband