9.3.2007 | 14:05
VG stærri og sterkari.
Gaman að fylgjast með taugaveiklun samfylkingarfólks hér á blogginu vegna stærðar og styrkleika VG (hefur reyndar verið bent réttilega á að einungis sé um skoðanakannanir að ræða, - hvaða stress er þetta þá). Sumir jafnvel farnir að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum fyrir hönd VG.
Reyndar hafa margir sjálfstæðismenn lýst því yfir að VG sé betri kostur í samstarfi en Samfylkingin. Ekki vegna þess að samhljómurinn sé meiri á milli VG og Sjálfstæðisflokks en Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins, heldur vegna þess að stefna VG er skýr og vitað að hverju er gengið ef farið væri í samstarf með þeim. Öfugt við Samfylkinguna, þá hefur VG ekki hagað málflutningi sínum eftir skoðanakönnunum heldur hugsjónum. Ætli velgengni VG um þessar mundir sé ekki einmitt komin til út af því.
Hvað samhljóminn varðar þá er nú ekki ónýtt fyrir Samfylkinguna að sjálfstæðismenn á borð við Ellert B, Ágúst Ólaf varaformann og hellingur af hægri-grænum hafa gengið til liðs við flokkinn. Vona bara að henni verði að góðu, enda ganga villtustu draumar þessa fólks út á að sænga með íhaldinu.
Ætli mörgum samfylkingarmanninum úr Alþýðubandalaginu renni það ekki nú til rifja að hafa ekki gengið til liðs við VG í upphafi, enda virðast grænni gresjur vera þeim megin núna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þrátt fyrir allt, hef ég orðið talsverðar áhyggjur af Samfylkingunni. Mér finnst ég sjá þverrandi áhrif fyrrum Alþýðubandalagsmanna í Samfylkingunni og að sama skapi aukna hægri tækifærismennsku þar á bæ. Þá hef ég áhyggjur af sífelldu daðri Samfylkingarinnar og VG við ríkisstjórnarþátttöku með Sjálfstæðisflokknum, þannig að ekki virðist á vísan að róa þó stjórnarandstaðan næði meirihluta á Alþingi.
Jóhannes Ragnarsson, 11.3.2007 kl. 08:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.