Hjálp!!

Ég held að við í VG verðum að fara að viðurkenna að krónan okkar sé gersamlega búin að vera sem gjaldmiðill. Hvort sem um er að kenna ytri aðstæðum, vondri peningamálastjórn hér heima, að bankakerfið hafi verið ofvaxið íslenskum aðstæðum eða blöndu þessa alls þá er það orðið deginum ljósara að þessi gjaldmiðill er að valda okkur almenningi miklum búsifjum á þessari stundu og hefur reyndar gert lengi þó svo að ekki hafi verið með þeim endemum eins og nú.

Því þýðir í raun ekki lengur að berja höfðinu við steininn, við verðum hreinlega að skipta út krónunni fyrir annan og betri gjaldmiðil hvort sem það er Evra með tilheyrandi inngöngu í ES eða að tengja krónuna einhverskonar myntkörfu þar sem gengi nokkurra gjaldmiðla væri notaðir til að ákvarða gengi íslensku krónunnar. Reyndar hef ég ekki séð þessa hugmynd viðraða og væri í raun fróðlegt út af fyrir sig að heyra rök á móti því að sú leið verði farin. Í fljótu bragði virðist ekkert mæla á móti því. Ekki getur ES bannað okkur það, - eða hvað?

Allt tal um að eins og núverandi ástand er hér heima og að við verðum að halda trúverðugleika okkar gagnvart öðrum ríkjum og fjármálakerfum með því að halda okkur við þann gjaldmiðil sem við höfum sama hvað á gengur átti kannski rétt á sér í síðustu viku en ekki lengur. Trúverðugleiki efnahagslífs okkar og gjaldmiðilsins þ.a.l. er eins og staðan er núna akkúrat enginn. Við verðum einfaldlega að horfast í augu við þá staðreynd að enginn vill eiga krónuna okkar eða taka þátt í þeirri hringavitleysu sem hér er.

Krónan hefur fallið um ca. 70-80% frá áramótum. Verð innfluttra vara hefur því hækkað um tugi prósenta umfram verðlagshækkanir í okkar viðskiptalöndum á sama hátt og innlendar vörur hækka í takt við hækkun erlendra aðfanga sem notuð eru við framleiðslu þeirra. Verðbólga og þ.a.l. verðtrygging lánanna okkar, vaxtagjöld og afborganir eru í hæstu hæðum.

Ein af skyldum VG sem ábyrgs stjórnmálaafls er því að laga sig að breyttum aðstæðum. Þá er ekki verið að miða við einföld dægurmál, heldur aðstæður sem eru á góðri leið með að leggja líf okkar almennings og heilsu í mörgum tilfellum í rúst. Því verðum við í stuttu máli að leggja til hliðar hugmyndir um að krónan geti dugað okkur sem gjaldmiðill þegar reynslan sýnir annað. Það að hafa krónuna sem okkar gjaldmiðil í breyttum heimi alþjóðavæðingar og viðskipta var tilraun sem því miður gekk ekki upp. Hagur almennings verður að vera í fyrirrúmi, en ekki tilraunastarfsemi sem hefur gengið sér til húðar.

Við fólkið í landinu ráðum einfaldlega ekki við þetta lengur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Sveinbjörnsson

Smá leiðrétting. Við fólkið í landinu ráðum við þetta, en ekki auðvaldið. Um hvað er verið að ræða nú, jú hvernig hægt sé að komast yfir lífeyrissjóði okkar verkafólks.

Að sjálfsögðu á að stoppa brask með krónuna og bindum hana við evru, dollar, það er við þá sem við höfum mest viðskipti við. 

Síðan þjóðnýtum við bankana og önnur nauðsynleg fyrirtæki. Ekki kaupa út stjórnendur og eigendur. Þeirra í raun ekkert.

Rúnar Sveinbjörnsson, 4.10.2008 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband